6. fundur
utanríkismálanefndar á 152. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 19. janúar 2022 kl. 09:00


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:00
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:00
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:00
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 09:00
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:00
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:00
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00

Nefndarritarar:
Hildur Edwald
Stígur Stefánsson

1947. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 5. fundar var samþykkt.

2) Öryggisvottun Kl. 09:03
Gestir nefndarinnar voru Anna Jóhannsdóttir frá utanríkisráðuneyti og Runólfur Þórhallsson, Kristín Guðmundsdóttir og Jónbjörn Bogason frá Ríkislögreglustjóra. Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Kynning á nefndastarfi og starfsreglum fastanefnda Kl. 09:38
Gestir nefndarinnar voru Steindór Dan Jensen og Inga Skarphéðinsdóttir. Gestirnir kynntu starfshætti og starfsreglur fastanefnda og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Kynning á störfum utanríkismálanefndar Kl. 10:05
Stígur Stefánsson, ritari utanríkismálanefndar, kynnti hlutverk og störf nefndarinnar og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 10:31
Nefndin veitti formanni heimild til að senda umsagnarbeiðnir um mál fyrir hennar hönd enda eigi nefndarmenn þess kost að koma að ábendingum um umsagnaraðila, sbr. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:40